Stytt í veðurviðvörunum

Gildistími gulrar veðurviðvörunar fyrir Austfirði hefur verið styttur verulega. Fyrirséð er þó að vegurinn yfir Fagradal verði lokaður áfram.

Viðvörunin á nú að falla úr gildi klukkan níu í kvöld en áður átti hún að standa út nóttina.

Vegurinn yfir Fjarðarheiði var opnaður eftir hádegið í dag en vegurinn yfir Fagradal verður lokaður eitthvað áfram.

Ruðningsbíll var sendur af stað fyrir skömmu frá Reyðarfirði en þegar komið var upp í skriðurnar og Hrafnkambana var skyggnið orðið svo lítið að bílstjórinn sá á köflum ekki tönnina á bílnum.

Að auki er þar fastur vörubíll með tengivagn sem var að flytja rafstöð niður á Reyðarfjörð. Unnið er að því að losa hann og þarf það að klárast áður en hægt verður að gera aðra tilraun að því að opna fyrir almennri umferð.

Mynd: Unnar Erlingsson


Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.