Orkumálinn 2024

Styrktu stofnanir og félagasamtök um tæpar 50 milljónir á síðasta ári

Síldarvinnslan lagði alls 48,4 milljónir króna til hinna ýmsu verkefna austanlands árið 2021 en fyrirtækið hefur ávallt lagt áherslu á að styðja við uppbyggingu í þeim samfélögum þar sem starfsemi fyrirtækisins er.

Fyrirtækið hefur á heimasíðu sinni birt lista yfir þá starfsemi sem styrkt var við á liðnu ári en mestur stuðningurinn var við íþróttir og æskulýðsstarf eða 23,4 milljónir króna alls. Rúmum sjö milljónum var varið til menningarmála og 6,6 milljónir fóru til heilbrigðismála. Björgunarsveitir austanlands fengu fjórar milljónir frá Síldarvinnslunni og 3,8 milljónir fóru í styrki til menntamála. Ýmis félagastamtök hluti 2,1 milljóna króna styrk og ein og hálf milljón fór til stjórnmálaflokka.

Síldarvinnslan fór sem kunnugt er á markað á síðasta ári og er enn eina íslenska fyrirtækið þar skráð með höfuðstöðvar sínar utan höfuðborgarsvæðisins. Fyrirtækið hagnaðist um rúma ellefu milljarða alls það ár.

Síðasta ár var gott fyrir Síldarvinnsluna þó blikur séu á lofti á yfirstandandi ári vegna stríðsins í Úkraínu en það er stór markaður fyrir fiskafurðir fyrirtækisins. Mynd GG.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.