Stöðvarfjörður: Fyrirtækin hafa ekki enn svarað beiðni um viðræður

stodvarfjordur2.jpgHvorki bankinn né Íslandspóstur hafa enn svarað formlega beiðni bæjarstjórnar Fjarðabyggðar um viðræður um áframhaldandi starfsemi á Stöðvarfirði.

 

Bæjarstjórn Fjarðabyggðar óskaði, í kjölfar áskorunar íbúafundar á Stöðvarfirði, eftir viðræðum við Íslandspóst og Landsbankann um áframhaldandi starfsemi á staðnum. Hvorugt fyrirtækið hefur enn svarað erindinu formlega.

Helga Jónsdóttir, bæjarstýra, ræddi við Ingimund Sigurpálsson, forstjóra Íslandspósts sem „kvaðst myndu fara með málið fyrir fund stjórnar en ítrekaði jafnframt að Íslandspósti sé þröngur stakkur sniðinn fjárhagslega.“

Svar hefur heldur ekki borist frá Landsbankanum.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.