Stríðsminjasafnið lokað gestum næsta sumar

Stjórn menningar- og safnastofnunar Fjarðabyggðar hefur ákveðið að sökum óveðursskemmda frá síðasta hausti verði ekki unnt að opna Íslenska stríðsminjasafnið fyrir gestum þetta sumarið.

Ákvörðunin sögð erfið að taka en ekki gefst færi á að lagfæra safnið áður en sumarið gengur í garð. Húsakostur þess á Reyðarfirði skemmdist verulega í ofsaveðrinu sem gekk yfir Austurland þann 27. september síðastliðinn. Aðalsýningarhúsið varð fyrir tjóni og tveir af bröggum safnsins eyðilögðust algjörlega. Tókst þó að bjarga öllum munum sem innandyra voru.

Stjórnin vísaði málefnum safnsins til fjárhagsáætlunargerðar 2024 og vonast er til að endurbótum á þeim eina bragga sem eftir stendur ljúki fyrir þarnæsta sumar.

Verið er að kanna hvort setja megi upp einhvers konar takmarkaða útfærslu á sýningu safnsins annars staðar í bænum í sumar. Forstöðumaður safnastofnunar fer nú yfir hvaða staðir þar koma til greina.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.