Stór meirihluti íbúa Úthéraðs mótfallnir vindmyllum á svæðinu

Mikill meirihluti íbúa Úthéraðs er mótfallinn því að á svæðinu rísi vindmyllur eða vindmylluver af nokkrum toga.

Þær niðurstöður meðal þess sem fram kemur samkvæmt viðamikilli íbúakönnun sem Austurbrú stóð fyrir meðal íbúa þess sem flokkast sem Úthérað. Þar um að ræða Jökulsárhlíð, Hróarstungu og Eiða- og Hjaltastaðaþinghá.

Það einmitt á þessu svæði, örskammt frá Lagarfossvirkjun, sem Orkusalan vinnur nú að því að reisa tvær vindmyllur en það verkefni nokkuð á veg komið þó bakslag hafi komið í það í desember síðastliðnum þegar Skipulagsstofnun kvað upp úrskurð þess efnis að verkið þyrfti í formlegt umhverfismat. Að sama skapi sýndi úttekt verkfræðistofunnar EFLU fyrir Múlaþing fram á að Héraðssandar og nágrenni væru einna ákjósanlegastir staðir fyrir uppsetningu vindorkuvera í sveitarfélaginu.

Það reynist þó merkilegur munur á afstöðu fólks á þessum fjórum svæðum að einu leyti samkvæmt niðurstöðunum. Sá munur liggur í að meðan meirihluti fólks í Hróarstungu, Eiða- og Hjaltastaðaþinghá er mótfallið vindmyllum á svæðinu, frá 58% til 83% svarenda, hafa íbúar Jökulárshlíðar aðra sýn því þar reynist meirihluti, 63%, vera fylgjandi vindmyllum í sveitum Úthéraðs en 38% á móti slíku.

 

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.