Stór áform um veiðihús í Vopnafirði

Breyta þarf aðalskipulagi Vopnafjarðarhrepps til að hægt verði að byggja nýtt veiðihús á jörðinni Ytri-Hlíð í Vesturárdal í Vopnafirði.

Þetta kemur fram í fundargerð frá síðasta fundi sveitarstjórnar Vopnafirði þar sem erindi um byggingu hússins var tekið fyrir.

Í landi Ytri-Hlíðar er gert ráð fyrir veiðihúsi fyrir Vesturdalsá og tengdum byggingum upp á 950 fermetra alls með sjö íverustöðum.

Gert er ráð fyrir að byggingarnar yrðu á fjögurra hektara lóð nokkru fyrir ofan útihús á jörðinni. Staðsetningin er valin með tilliti til útsýnis yfir dalinn og yfir í Krossavíkurfjöll og Smjörfjöll.

Breyta þarf aðalskipulagi hreppsins og gera nýtt deiliskipulag fyrir svæðið vegna umfangs framkvæmdarinnar. Leggja þarf 1,5 km veg að húsunum, jarðstrengi, gera vatnsból og taka 7000 rúmmetra af efni.

Ytri-Hlíð er í eigu Lómaþings ehf., dótturfélags Dylan Holdings, félags athafnamannsins Jóhannesar Kristinssonar sem á fleiri jarðir á svæðinu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.