Stofnun undirhóps Sterkara Íslands á Austurlandi

esb_fani.jpgSamtök Evrópusinna á Íslandi, Sterka Ísland, boða til fundar um Evrópumál í húsi Þekkingarnets Austurlands í Vonarlandi á Egilsstöðum annað kvöld.

 

Í tilkynningu frá hópnum segir að markmiðið sé að eiga „skemmtilegar og fræðandi samræður um Evrópumál og koma á fót undirhópi Sterkara Íslands á Austurlandi. Á fundinum gefst fólki tækifæri til þess að spá í spilin og spyrja um hvaðeina í tengslum við aðildarviðræður og aðild að ESB.“

Þrír framsögumenn verða á fundinum, sem hefst klukkan 20:00.

Anna Margrét Guðjónsdóttir, sérfræðingur og stjórnarmaður í samtökunum Sterkara Ísland.
-Austurland í ESB - hvers má vænta?

Rannveig Þórhallsdóttir, framkvæmdastjóri Sagnabrunns
-Tækifæri frumkvöðla á landsbyggðinni innan ESB

Hafliði Hafliðason, framkvæmdastjóri Þróunarfélags Austurlands
-Er austfirsk þekking útflutningsvara?

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.