Stofna baráttufélag gegn fiskeldi á Seyðisfirði

Hópur fólks hefur stofnað baráttufélag gegn fiskeldisáformum Fiskeldis Austfjarða á Seyðisfirði. Félagið ber nafnið VÁ-félag um vernd fjarðar.

„Við komum saman á fundi þar sem við sammæltumst um að áætlaður kynnigarfundur á netinu í dag sé algjört yfirklór og hafi ekkert með raunverulegt samtal að gera, enda sé það væntanlega ekki meiningin,“ segir Þóra Guðmundsdóttir einn af stofnendum félagsins.

Á fundinum var tímasetning og form kynningarfundar Fiskeldis Austfjarða í dag, klukkan 14.00 harðlega gagnrýnt. Meðal þess sem bent var á var að fundurinn er einhliða, þar sem íbúar senda inn spurningar sem fiskeldismenn svara eftir hentugleikum og án umræðu.

Þá þykir óþægilegt að fundurinn sé haldinn á vinnutíma auk þess sem líkur séu á að þeir sem ekki séu í vinnunni vilji fylgjast með landsleik Íslands og Sviss á HM í handbolta.

„Í stað þessa fundar vill  VÁ-Félag um verndun fjarðar bjóða fiskeldismönnum til almenns borgarfundar í Félagsheimilinu Herðubreið þar sem fleiri viðhorf í málinu fái að heyrast,“ segir Þóra. „Sá fundur verður auglýstur síðar.”

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.