Stöðvarfjörður á topp 10 lista yfir nýgengi smita

Þegar skoðaðar eru tölur um flest tilfelli á nýgengi COVID smita á 100.000 íbúa innanlands síðustu 14 daga er Stöðvarfjörður í 4. sæti á lista yfir 10 staði þar sem smitin eru flest.

Á lista sem birtur er á ruv.is kemur fram að nýgengi smita á þennan mælikvarða er 4.762 á Stöðvarfirði. Stöðvarfjörður er jafnframt eina bæjarfélagið á Austurlandi sem er á þessum lista. Landsmeðaltalið mælt á þennan kvarða eru 3.752 smit.

Í efsta sæti listans er Grímsnes- og Grafninghreppur með 14.807 smit. Raunar er sá hreppur og Kjós einu staðirnir þar sem smitin eru yfir 14.000 miðað við tilfelli per 100.000 manns.. Í þriðja sæti er Seltjarnarnes með 6.893 smit.

Í gærdag mældust alls 1.096 smit á landinu, þar af voru 170 smit greind á landamærunum.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.