Steingrímur og Bjarkey efst hjá VG

steingrimur_j_sigufsson.jpg
Steingrímur J. Sigfússon, ráðherra og Bjarkey Gunnarsdóttir, náms- og starfsráðgjafi urðu efst í forvali Vinstrihreyfingarinnar-græns framboðs í Norðausturkjördæmi fyrir Alþingiskosningar í vor.

Níu tóku þátt í forvalinu sem er leiðbeinandi fyrir sex efstu sætin. Kosið var með póstkosningu og voru úrslit birt að talningu lokinni í gær.

Úrslitin urðu:
1. Steingrímur J. Sigfússon, ráðherra, Þistilfirði, 199 atkvæði í 1. sæti
2. Bjarkey Gunnarsdóttir, náms- og starfsráðgjafi, Ólafsfirði, 77 atkvæði í 1.-2. sæti
3. Edward H. Huijbens, forstöðumaður, Akureyri, 82 atkvæði i 1.-3. sæti
4. Ingibjörg Þórðardóttir, framhaldsskólakennari, Neskaupstað, 128 atkvæði í 1.-4. sæti
5. Þorsteinn Bergsson, bóndi, Fljótsdalshéraði, 116 atkvæði i 1.-5. sæti
6. Sóley Björk Stefánsdóttir, fjölmiðlafræðingur, Akureyri, 142 atkvæði í 1.-6. sæti

Á kjörskrá voru 722. Atkvæði greiddi 261. Ógildir seðlar voru 41.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.