Steingrímur J.: Stórslys ef loka þarf Sundabúð
Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra og fyrsti þingmaður
Norðausturkjördæmis, segir að það yrði „stórslys“ ef lokaþyrfti
hjúkrunarheimilinu Sundabúð á Vopnafirði. Hann vonast til að lausn verði
fundin á málefnum hjúkrunarheimilisins.
Þetta kemur fram í viðtali við Steingrím í nýjasta tölublaði Austurgluggans.
„Ég vonast til þess að fundin verði lausn á málefnum Sundabúðar því það yrði stórslys ef þar þyrfti að loka,“ segir Steingrímur.
Hann tekur undir fyrri orð heilbrigðisráðherra um að endanleg ákvörðun um lokun Sundabúðar sé yfirmanna Heilbrigðisstofnunar Austurlands. Steingrímur segir starfsmenn heilbrigðisráðuneytisins hafa skort upplýsingar í málinu.
„Það eru undirliggjandi hlutir í þessu sem menn hafa ekki áttað sig á og heilbrigðisráðuneytið ekki verið nægjanlega vel upplýst til dæmis um það að rekstur Sundabúðar hafi í raun verið byggður á 40 milljón króna millifærslu á ári frá HSA. En lokun Sundabúðar er ekki tillaga stjórnvalda heldur útfærsla HSA við niðurskurðinum.“