Orkumálinn 2024

Steingrímur J.: Slagurinn stendur um hversu framarlega í röðinni Norðfjarðargöng verða

steingrimur_j_sigufsson.jpgSteingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra og fyrsti þingmaður Norðausturkjördæmis, segir slaginn um framtíð Norðfjarðarganga standa um hversu framarlega þau verði í nýrri samgönguáætlun sem tekin verði fyrir á þingi í haust. Þingmenn kjördæmisins séu sammála um að þau eigi að ganga fyrir öðrum framkvæmdum í kjördæminu.

 

„Allt sem kemur til greina er þess virði að skoða það en aðalvandi okkar er sá að tryggja nægjanlegt fjármagn í samgönguáætlun til þess að verkið geti ekki eingöngu farið af stað heldur einnig til þess að fylgja framkvæmdunum eftir á næstu árum. Þetta er stór og dýr framkvæmd sem krefst 2.8 milljarða á ári eftir að framkvæmdir eru hafnar. Slagurinn stendur um það hversu framarlega í samgönguáætlun Norðfjarðargöng geti orðið,“ segir Steingrímur í samtali við héraðsfréttablaðið Austurgluggann.

Þar lýsir hann því að „mikil samstaða“ sé meðal þingmanna Norðausturkjördæmis um göngin eigi að njóta „mikils forgangs.“

„Við erum tilbúin til þess að færa fórnir til þess að  Norðfjarðargöng fái stóran hluta þess fjármagns sem við höfum úr að spila hér á svæðinu á þeim árum sem framkvæmdir standa yfir. Það er ekki gleðiefni fyrir marga aðra sem bíða eftir vegastubbum hér í kjördæminu en við höfum sammælst um þetta en við erum bara þingmenn eins kjördæmis og við þurfum að ná heildarsamstöðu, bæði fyrir fjárhagsramma fyrir samgöngumál og síðan skiptingu þess.“

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.