Orkumálinn 2024

Steingrímur J.: Mesti niðurskurðurinn verður á höfuðborgar-svæðinu

steingrimur_j_sigufsson.jpgSteingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra og fyrsti þingmaður Norðausturkjördæmis, segir jákvætt að svo virðist sem náðst hafi þjóðarsamstaða um að heilbrigðismálin eigi að njóta forgangs yfir aðra málaflokka. Hann bendir á að þótt sár niðurskurður verði á landsbyggðinni sé hann mestur á höfuðborgarsvæðinu.

 

Þetta kemur fram í viðtali við Steingrím í nýjasta tölublaði Austurgluggans.

Hann segir mótmæli við tillögum um niðurskurð í heilbrigðiskerfinu benda til þess að landsmenn séu sammála um að heilbrigðismálin eigi að njóta frorgangs fram yfir aðra málaflokka. Það verði gert. Hann hafnar því að ríkisstjórnin hafi lagt til atlögu við landsbyggðna.

„Þessi ríkisstjórn er ríkisstjórn alls landsins en ég skil vel vonbrigði og reiði manna með útfærsluna í heilbrigðismálunum en þá bið ég menn að skoða heildarmyndina og það hvar meginþungi niðurskurðarins kæmi fram, það er á höfuðborgarsvæðinu.

Það er margt í kerfi og skipulagi helibrigðisþjónustunnar sem er alls ekki að mínu mati í takt við tímann og hefði þurft að þróast með betri hætti. Mestu vandamálin eru hinsvegar á höfuðborgarsvæðinu.“

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.