Steingrímur: ESB málin eru okkur erfið

steingrimur_j_sigufsson.jpgSteingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra og formaður Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs, segir að flokkurinn hafi þurft að „mjög erfiða málamiðlun“ þegar ákveðið var að fara út í aðildarviðræður við Evrópusambandið í fyrra sumar. Stefna flokksins, um að vont sé fyrir Ísland að ganga í sambandið, sé óbreytt.

 

Þetta kemur fram í viðtali við Steingrím í nýjasta tölublaði Austurgluggans. Hann segir að margir trúnaðarmenn flokksins, sem hafi skorað á hann að endurskoða afstöðu sína, séu ekki að krefjast þess að umsóknin verði dregin til baka heldur að flokkurinn standi harðar á sinni afstöðu.

„ESB málin eru okkur erfið. Við tökum áskoruninni alvarlega og munum reyna að bregðast við þeim væntingum“.

Steingrímur hafnar því að flokkurinn eða ríkisstjórnin séu að klofna vegna deilna um Evrópumál. „Við urðum að gera mjög erfiða málamiðlun í þessu tilviki. Þetta er ferli sem reynir mjög á og það er skiljanlegt fyrir flokk sem hefur það í sinni stefnuskrá að það sé ekki hagstætt fyrir okkur að ganga í Evrópusambandið. Sú stefna hefur ekkert breyst.“

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.