Stefnumótunarvinna á Seyðisfirði

stefnumotun_seydis_web.jpg
Á fundi 26.mars hófst vinna við stefnumótun fyrir Seyðisfjarðarkaupstað. Sjö hópar hafa síðan þá unnið að fyrstu skrefunum í ferlinu undir styrkri stjórn fyrirliða sinna, hver og einn hópur að fjalla um ákveðið málefni. 

Málefnaflokkarnir sem ákveðnir hafa verið að stefnumótunin nái yfir eru: atvinnumál, ferðamál, menningarmál, menntamál, samgöngumál, umhverfis-og skipulagsmál og velferðarmál.

Þann 25.apríl var haldinn annar fundur í vinnuferlinu. Fyrirliðarnir í hópunum sjö kynntu það starf sem þeir hafa unnið s.l. mánuð og kynnt voru næstu skref í ferlinu sem snýst um ytri greiningu. 

Að loknum fundi fóru fyrirliðar með áframhaldandi verkefni fyrir sitt fólk til að vinna að næsta mánuðinn eða til 29.maí þegar síðasti fundur í fyrri hluta stefnumótunarvinnu verður haldinn. Þá á að vera lokið undirbúningsferlinu og í haust verður verkið tekið upp og farið að vinna að framtíðarstefnumótun út frá þeim gögnum og grunn sem hefur verið safnað saman í vor.

Alltaf er möguleiki að bætast í hópinn og taka þátt í þessu verkefninu.

Þeir sem hafa áhuga á að taka þátt í stefnumótunarvinnunni geta haft samband við fyrirliða hópanna:
 
Atvinnumál: Rannveig Þórhallsdóttir This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.
Ferðamál: Árný Bergsdóttir This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.
Menntamál: Hildur Þórisdóttir This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.
Menningarmál: Þórunn Eymundardóttir This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.
Samgöngumál: Jón Halldór Guðmundsson This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. 
Umhverfis-og skipulagsmál: Margrét Guðjónsdóttir This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.
Velferðarmál: Klas Poulsen/Guðrún Gísladóttir This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. 
Aðrar upplýsingar um verkefnið veitir stýrihópurinn: 
Arnbjörg Sveinsdóttir This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. ,
Þorsteinn Arason This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.
Sigurveig Gísladóttir This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.