Stefnumót við Stjórnlagaráð. Landsbyggðin og stjórnsýslan.

Framfarafélag Fljótsdalshéraðs stóð fyrir opnum fundi í Valaskjálf. Frummælendur voru Salvör Nordal formaður Stjórnlagaráðs, Ari Teitsson varaformaður og Vilhjálmur Þorsteinsson að hálfu Stjórnlagaráðs.

 

stjornlagarad_fundur.jpgSmári Geirsson sagnfræðingur og fræðimaður, Stefán Bogi Sveinsson lögfræðingur og forseti bæjarstjórnar á Fljótsdalshéraði og Stefanía G. Kristinsdóttir framkvæmdastjóri Þekkingarnets Austurlands fluttu framsögur að hálfu heimamanna, milli 30 og 40 manns mættu á stefnumótið. Margrét Lára Þórarinsdóttir söngkona, söng fyrir fundargesti í matarhléi.Sigrún Blöndal bæjarfulltrúi setti stefnumótið og stjórnaði því ásamt Þorvaldi Jóhannssyni.  

thorarinn_larusson.jpg

Þórarinn Lárusson flutti ávarp og kynnti fundarboðandann Framfarafélag Fljótsdalshéraðs sem er 25 ára um þessar mundir.Þórarinn sagði Ísland vera að breytast úr þjóðríki í borgríki, sagði að sameining sveitarfélaga hefði leitt okkur út í algerar ógöngur.  Talaði um þriðja stjórnsýslustigið, sem var mikið til umræðu fyrir 20-25 árum og skoraði á Stjórnlagaráð að hefja þær hugmyndir á ný.

    salvor_nordal.jpg

Salvör Nordal lagði áherslu á og vildi víðtæka samstöðu um tillögur ráðsins, sagði hvert orð skipta máli og tillögurnar kæmu allsstaðar frá.  Grunnurinn er skýrsla Stjórnlaganefndar og verkefni ráðsins skilgreind í þingsályktunartillögu.  Salvör kom inn á hugmyndir Hannah Trendt sem vildi móta umræðuna af hugsun fólks.  Salvör kynnti heimasíðu ráðsins og sagði gagnvirka sambandið við fólkið í landinu hafa gengið prýðilega.Hún fór yfir ólíkar nálganir, svo sem. ,,Hvers konar samfélag viljum við byggja“? ,,Hvað hefur farið úrskeiðis“? ,,Endurskoða eða vinna frá grunni“? ,,Á að bæta ákvæðum um búsetu inn í mannréttindakaflann“?  ,,Endurskoðunin núna verður að hafa sátt að leiðarljósi“!

         ari_teitsson.jpg

Ari Teitsson talaði um ,,tengsl lýðræðis og stjórnarskrár í ljósi nálægðarreglu“. Ari sagði ekki skynsamlegt að gera landið að einu kjördæmi, hætta á að þá ráði fjölmiðlar útkomunni. Hann sagði fjölgun landsmanna alla liggja á höfuðborgarsvæðinu en 11 þúsund manns byggju á Austurlandi. Ari sagði að valdið ætti að vera sem næst þeim sem ákvarðanir taka og þar hallaði á sveitarfélögin, ákvarðanir teknar of langt frá fólkinu. Hann vildi færa valdið nær sveitarfélögunum, sagði þriðja stjórnsýslustigið ekki auðvelda leið vegna fámennis.Ari vildi. ,,Efla landshlutasamtök“. ,,Skýra tengsl Alþingis við landshlutasamtök sveitarfélaga“. ,,Fjölga kjördæmum“. ,,Hafa persónukjör“. ,,Íbúar ráði skiptingu kjördæma í ljósi nálægðarreglu“. Hann sagði víðtæka möguleika felast í persónukjöri.  Val af landslista jafnframt einmenningskjördæmum gefur val um að nýta atkvæði í heimahéraði eða einhversstaðar annarsstaðar, það efldi nánari tengsl fólks og þingmanna.

 vilhjalmur_thorsteinsson.jpg

Vilhjálmur Þorsteinsson vill skilgreina gildi með tilliti til þjóðfundar. Lýðræði – Valddreifing – Gagnsæi – Traust og heiðarleiki – Ábyrgð – Öryggi – Skilvirkni - . Vilhjálmur sagði margt meiga betur fara í stjórnarskránni hvað stjórnskipunina varðar. Hann tilgreindi tillögur: ,,Skýrt hlutverk forseta“. ,,Þingforseti kosinn með ¾ atkvæða“. ,,Ráðherrar séu ekki þingmenn jafnframt“. ,,Lögrétta veiti álit um lagafrumvörp“. ,,Rannsóknar og eftirlitsnefndir“. ,,Hæfisreglur alþingismanna“. ,,Þingræðisregla, uppbyggilegt vantraust“.

 smari_geirsson.jpg

Smári Geirsson fór yfir tillögur að nýrri stjórnarskrá sem Fjórðungsþing Austfirðinga sem að stóðu þrjár sýslur og tveir kaupstaðir á Austurlandi kom fram með árið 1949 eftir sex ára sterf en Fjórðungsþingið var stofnað 1943.Þær tillögur eru flestar, svo merkilegt sem það er, flestar í fullu gildi en og flestar í umræðunni ennþá og hafa komið fram aftur nú þegar rætt er um endurskoðun stjórnarskrárinnar. Þar er meðal annars talað um að skipta landinu í sex fylki og dregið upp á korti hvernig mörk þeirra eigi að liggja, þau mörk eru merkilega lík kjördæmaskipaninni sem tók gildi við kjördæmabreytinguna 1959 og gilti lengst af fram að síðustu aladarmótum.Þessa sögu má lesa í bók Smára ,,Samstarf á Austurlandi. Saga Fjórðungsþings Austurlands 1943-1964 og Sambands sveitarfélaga á Austurlandi 1966-2006, sem kom út hjá bókaútgáfunni Hólum 2010.

 stefan_bogi_sveinsson.jpg

Stefán Bogi Sveinsson, talaði um fullkomið jafnrétti, hann sagði aukið vald með fleiri fulltrúum í stjórnsýslunni. ,,Landsbyggðin stóð höllum fæti þegar kosið var til Stjórnlagaþings persónukjöri í einu kjördæmi, jafnað var eftir kynjum en ekki búsetu. Stjórnlagaráðsmenn verða að gera sér grein fyrir að þeir eru fulltrúar landsins alls“.Stefán Bogi sagði að það vantaði sér kafla um sveitarstjórnarstigið í stjórnarskrána til að tryggja stöðu sveitarfélaganna. Hann vill að nálægðarreglan verði í hávegum höfð við stjórnarskrárvinnuna og vildi bæta þriðja stjórnsýslustiginu við fyrir neðan sveitarstjórnarstigið.

 stefania_g_kristinsdottir.jpg

Stefanía G. Kristinsdóttir talaði um lýðræði, sjálfbærni og þekkingu, sagði milli 3 og 4% íbúa landsins búa á Austurlandi, samkvæmt tillögum að stjórnarskrá þíðir það að Austurland ætti að eiga 3 til 4% þingmanna.,,Gefðu mér slakan taum og ég skal hreyfa heiminn“, sagði Stefanía og bætti við að 98% snúist um að hvetja fólk, mikilvægt er að stjórnin sé hvetjandi og landshlutar fái slakan taum.,,Það vantar að við íslendingarkunnum að ræða samfélagsleg mál á jákvæðan hátt“, Stefanía sagðist hafa áhyggjur af hvað lítið mæti af ungu fólki og konum á fundi líkan þessum.

 stjornlagarad_umraedur.jpg

Miklar og líflegar umræður fóru fram að loknum framsöguerindum, eftir matarhlé og söng Margrétar Láru Þórarinsdóttur.Salvör Nordal sagði, grunnhugmyndina í stjórnarskrá að setja valdinu mörk. Salvör sagði umboð stjórnlagaráðs veikt, sagði aðspurð að fulltrúar dreifbýlisins þyrftu ekki að standa í sérstakri baráttu, þessir þrír væru öflugir og aðrir ráðsmenn eigi sterk tengsl við landsbyggðina, Salvör sagðist ekki hafa ákveðnar hugmyndir um stærð sveitarfélaga.Vilhjálmur Þorsteinsson sagðist vera hreinræktaður latto lepjandi úr 101. Hann boðaði ákvæði um að heimild yrði fyrir þjóðkirkju í stjórnarskránni sem kosið yrði um sérstaklega siðar.  Ari Teitsson boðaði persónukjör en allir frambjóðendur merki sig stjórnmálaflokki, benti á að byrja mætti á að taka upp persónukjör til sveitarstjórna. Ari vildi ekki kerfisbundið misvægi atkvæða en sagði aðeins hægt að dreifa þingmönnum um landið með kjördæmaskipan, samt væri ekki hægt að tryggja hverju kjördæmi þingmannafjölda umfram það sem næmi fólksfjölda á landsvísu.Ari sagðist ekki reikna með aðgengið verði á eignaréttarbundin réttindi í auðlindamálum, en auðlindaákvæðin verði styrkt. Hann sagði Stjórnlagaráð einhuga um að auðlindirnar séu í þjóðareign. ,,Allt sem snýr að auðlindamálum sérstaklega fiskveiðum er alltaf stórpólitískt mál og kemur til með að lita þetta eitthvað hvort sem mönnum líkar betur eða verr“, sagði Ari.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.