Stefnt að skimunum um helgina

Íslensks erfðagreining, í samstarfi við Heilbrigðisstofnun Austurlands, stefnir að því að skima fyrir covid-19 smiti meðal Austfirðinga um helgina.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá aðgerðastjórn almannavarna á Austurlandi.

Að óbreyttu verður skimað á Reyðarfirði og Egilsstöðum komandi laugardag og sunnudag, 4. og 5. apríl.

Almenningur, aðrir en þeir sem eru í sóttkví og börn yngri en eins árs, munu geta pantað sér tíma í skimun. Það verður alfarið rafrænt í gegnum vef Íslenskrar erfðagreiningar.

Skipulagið, þar með talið leiðbeiningar um bókanir, verða fljótlega kynntar á heimasíðu sveitarfélaga, á heimasíðu og Faceboook-síðu HSA og á Austurfrétt.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.