Orkumálinn 2024

Stefnt á að framkvæmdir við nýjan Axarveg hefjist að ári

Vegagerðin stefnir að því að geta boðið út nýjan Axarveg að ári verði frumvarp samgönguráðherra um samvinnuverkefni í vegagerð samþykkt á Alþingi. Lokið verður við rannsóknir og mælingar á næstu mánuðum.

Þetta kemur fram í svari Vegagerðarinnar við fyrirspurn Austurfréttar um stöðu undirbúnings fyrir framkvæmdirnar.

Samgönguráðherra mælti fyrir frumvarpi til laga um samvinnuverkefni ríkis og einkaaðila á Alþingi í síðustu viku. Verði frumvarpið samþykkt verður hægt að fjármagna tilteknar vegaframkvæmdir með veggjöldum. Öxi er ein af sex leiðum sem til stendur að fjármagna þannig, en vonast er til að 50% framkvæmdakostnaðarins fáist þannig.

Samkvæmt tillögum að samgönguáætlun var gert ráð fyrir að framkvæmdir við Axarveg myndu hefjast næsta sumar. Áætlunin hefur heldur ekki verið afgreidd frá Alþingi en undirbúningur Vegagerðarinnar virðist þó miðast við að svo verði.

Frumhönnun Axarvegar og mat á umhverfisáhrifum liggur fyrir. Veglína hefur verið staðfest í aðalskipulögum Djúpavogshrepps og Fljótsdalshéraðs.

Í sumar verður unnið að forhönnun vegarins auk jarðvegsrannsókna í vegstæði og námum. Mælingum verður lokið í haust.

Í svari Vegagerðarinnar kemur fram að næstunni eigi sér stað óformlegar viðræður við landeigendur og formlegra samningaviðræður í framhaldinu.

Næsta vetur verður unnið að verkhönnun, úrvinnslu efnisrannsókna og gerð útboðsgagna með það að markmiði að hægt verði að bjóða vegagerðina út í apríl 2021.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.