Stefna ótvírætt á framboð á ný í Fjarðabyggð að fjórum árum liðnum

„Þvert á móti er einhugur í okkur eftir þetta að halda áfram mikilvægu starfinu og ekkert annað í kortunum en að við bjóðum fram aftur og þá enn sterkari að fjórum árum liðnum,“ segir Anna Berg Samúelsdóttir, svæðisstjóri Vinstri hreyfingarinnar- græns framboðs á Austurlandi.

Flokkurinn bauð sig fram fyrsta sinni í Fjarðabyggð fyrir nýliðnar kosningar og voru megin áherslur framboðsins á umhverfismál, geðheilbrigðismál  og opið og aðgengilegt bókhald í sveitarfélaginu. Þau hlutu ekki náð fyrir augum kjósenda að þessu sinni með aðeins rúmlega sex prósenta fylgi sem dugði ekki til að koma manni að í sveitarstjórn.

Anna segir þetta eingöngu fyrsta skrefið á langri vegferð. Frambjóðendur hafi þegar rætt ítarlega um niðurstöður kosninganna um helgina, farið yfir hvað mátti gera betur eða öðruvísi, og einhugur í öllum að setja jafnvel meiri kraft í baráttuna fram að næstu kosningum.

„Við erum rétt að byrja hér í Fjarðabyggð. Við ætlum okkur að veita þeim sem setjast í sveitarstjórn mikið aðhald og fylgjast eins grannt með bókhaldinu og hægt er. Það er sjálfsagt og eðlilegt að íbúar hafi aðgang að fjármálagjörningum sveitarstjórnar og hvert peningarnir fari og við verðum með vökul augu á því út kjörtímabilið.“

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.