Stefna á kynningarfund um Öxi fyrir áramót

Fundur til að kynna væntanlega veglagningu fyrir mögulegum framkvæmdaaðilum yfir Öxi hefur ekki enn verið haldinn. Þó er stefnt að því að hann verði á þessu ári.

Í samtali við Austurfrétt í byrjun júlí sagði Sigurður Ingi Jóhannsson, samgönguráðherra að svokallaður markaðsdagur í september, útboð um komandi áramót, samningar undirritaðir um mitt næsta ár og framkvæmdir hæfust í kjölfarið.

Þessi markaðsdagur hefur ekki verið haldinn enn. Hjá Vegagerðinni fengust í dag þær upplýsingar að á hann sé stefnt fyrir áramót. Á honum verður allt fyrirkomulag við framkvæmdina kynnt mögulegum bjóðendum. Í svari við fyrirspurn Austurfréttar segir ennfremur að staðan sé óbreytt að öðru leyti.

Alþingi samþykkti í fyrra að gera nýjan veg yfir Öxi í samvinnu ríkis og einkaaðila, væntanlega fjármagnaðan með veggjöldum. Vegagerðin sér um forhönnun en framkvæmdaaðili um lokahönnun og verkhönnun. Við þá vinnu í vor voru gerðar breytingar á veglínunni til að minnka snjósöfnun en það tafði heldur verkið.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.