Stefán Bogi sigraði í prófkjöri framsóknarmanna á Fljótsdalshéraði

Stefán Bogi Sveinsson sigraði í prófkjöri framsókanarmanna á Fljótsdalshéraði.  Stefán hlaut um 81% gildra atkvæða í prófkjörinu í fyrsta sætið.

frams_logo.jpgStefán, sem var einn þriggja sem gáfu kost á sér í efsta sætið, hlaut 244 atkvæði í fyrsta sætið.

343 framsóknarmenn tóku þátt í prófkjörinu en gild atkvæði voru 300.

Ellefu einstaklingar gáfu kost á sér í prófkjörinu,  fjórar konur og sjö karlar.

Úrslit urðu annars sem hér segir.

 

 

 

 

2. sæti Eyrún Arnardóttir            197 atkvæði í fyrsta til annað sæti. 66%

3. sæti Páll Sigvaldason            121 atkvæði í fyrsta til þriðja sæti.   40%

4. sæti Gunnhildur Ingvarsdóttir 152 atkvæði í fyrsta til fjórða sæti.  51%

5. sæti Jónas Guðmundsson      199 atkvæði í fyrsta til fimmta sæti. 66%

6. sæti Helga Þórarinsdóttir        186 atkvæði í fyrsta til sjötta sæti.   62%

7. sæti Þórey Birna Jónsdóttir     244 atkvæði í fyrsta til sjöunda sæti. 81%

 

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.