Orkumálinn 2024

Starfshópur ákveður framtíðarrekstrarform Minjasafnsins

Nákvæmlega með hvaða hætti skal breyta rekstrarfyrirkomulagi Minjasafns Austurlands verður í höndum sérstaks starfshóps frá bæði Múlaþingi og Fljótsdalshreppi en engin sérstakur tímarammi er á þeirri vinnu.

Minjasafn Austurlands er rekið sem byggðasamlag beggja sveitarfélaga en eins og Austurfrétt greindi frá nýverið vill Múlaþing breyta því og taka rekstur þess alfarið yfir. Hefur Múlaþing þegar skipað tvíeyki í umræddan starfshóp en í Fljótsdal eru þetta meira málum blandið að sögn Helga Gíslasonar, sveitarstjóra Fljótsdalshrepps.

„Við vorum að fá þessa bókun Múlaþings í hendurnar í vikunni um Minjasafnið en það liggur ekki alveg ljóst fyrir hvernig þeir ætla að standa að þessu, hvort þeir ætla að slíta þessu, leggja niður eða hvaða form menn sjá fyrir. Það er sjálfsagt að skoða slíkar rekstrarbreytingar með opnum huga en safnið er nánast stofnað hér í Fljótsdal, munir héðan er stór hluti safnsins í dag svo mörgum hér er mjög tilfinningalega annt um þetta góða safn. Við viljum veg þess sem mestan.“

Sjálfur segist Helgi ekki gera sér ljóst hvort einhver sérstök vandamál hafi verið með núverandi rekstrarform en sjálfsagt sé að fara yfir það allt með forsvarsmönnum Múlaþings og skoða í kjölinn hvað þeir sjái fyrir sér.

Minjasafnið var upphaflega stofnað í Hallormsstað 1943 en tveimur árum síðar var safnið allt fært í Skriðuklaustur Gunnars Gunnarssonar þar sem það var fram til ársins 1966. Safnið hefur verið á núverandi stað frá árinu 1995.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.