Orkumálinn 2024

„Staðan ekki alvarlegri í 25 ár“

„Staðan hefur ekki verið jafn alvarleg þau 25 ár sem ég hef verið hér fyrir austan og þetta sannarlega farið að hafa neikvæð áhrif á okkar verkefni,“ segir Aðalsteinn Þórhallsson, framkvæmdastjóri Hitaveitu Egilsstaða og Fella (HEF.)

Mikil þensla er á Austurlandi öllu og afar erfitt orðið að fá verktaka til hinna ýmsu starfa sem ráðgerð voru af hálfu fyrirtækisins. Segir Aðalsteinn víst að þær áætlanir sem HEF gerði fyrir árið muni ekki standast og verkefni dragast á langinn. Það geti haft afleiðingar fram í tímann því mörg stærri verkin þarf að vinna í mörgum hlutum og ef einn hlutinn tefst hefur það keðjuverkandi áhrif á aðra þætti verksins.

„Ástæða þessa er auðvitað mikill húsnæðisskortur hér á svæðinu. Það er ekki nóg að hafa tæki og tól til verkanna því það þarf hendur líka til að stýra þeim og stjórna. Við þessu er fátt að gera. Mörg okkar verk eru of smá til að það borgi sig að sækja verktaka annars staðar frá til að bæta úr þessum skorti en þá kemur líka til þessi skortur á húsnæði þann tíma sem verkið stendur.“

Aðalsteinn tiltekur dæmi um að verktaki hér hafi nýverið hætt einu verkefni fyrirvaralaust og haldið í annað verk án þess að ganga frá vinnusvæðinu með ásættanlegum hætti. Hann vill ekki gefa upp hvaða aðili það sé en segir þó að viðkomandi hafi séð að sér og vinna sé hafin á staðnum aftur.

Verktakar að störfum á Eskifirði. Myndin tengist fréttinni ekki.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.