Staða orkugarðs kynnt í dag

Fjarðabyggð hefur boðað til opins kynningarfundar í dag þar sem farið verður yfir stöðu mála græns orkugarðs sem fyrirhugað er að reisa á Reyðarfirði.

Grunnurinn að orkugarðinum er framleiðsla á vetni með rafmagni sem síðan er bundið ammoníaki til að búa til eldsneyti.

Verkefnið hófst með viljayfirlýsingu sumarið 2021 milli Fjarðabyggðar, Copenhagen Infrastructure Partners og Fjarðabyggðar. Síðan hafa fleiri fyrirtæki bæst í hópinn.

Undanfarna mánuði hefur verið unnið að lóðamálum fyrir garðinn en miðað er við að hann verði utan við álverið. Í lok nóvember samþykkti bæjarráð Fjarðabyggðar drög að lóðaleigusamningi við CIP. Þá var bókað að áformað væri að halda kynningarfund áður en samningurinn yrði undirritaður.

Til að framleiða rafmagn fyrir orkugarðinn hyggst CIP síðan byggja 350 MW vindorkuver í Fljótsdal.

Fundurinn verður í sal Austurbrúar að Búðareyri 2 á Reyðarfirði klukkan 17:00.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.