Orkumálinn 2024

Séra Vigfús kvaddi Vallanesprestakall

vigfus_ingvar_ingvarsson.jpgSér Vigfús Ingvar Ingvarsson, sóknarprestur í Vallanesprestakalli, kvaddi söfnuð sinn við aftansöng í Egilsstaðakirkju á gamlárskvöld. Vigfús hefur þjónað í prestakallinu í 34 ár.

 

Frá þessu er greint í Austurglugganum í vikunni.

Séra Vigfús er fæddir á Desjarmýri í Borgarfirði í janúar árið 1950. Hann lauk guðfræðiprófi árið 1976 og vígðist um haustið til Vallanesprestakalls. Hann var sóknarprestur þar út nýliðið ár en hann óskaði þá eftir lausn frá því vegna aldurs.

Hugmyndir eru uppi um sameiningu prestakalla á Héraði. Því hefur ekki verið auglýst eftir eftirmanni en séra Jóhanna Sigmarsdóttir, sóknarprestur í Eiðaprestakalli, bætir við sig Vallanesprestakalli um sinn.

Þá verður Lára G. Oddsdóttir, sóknarprestur í Valþjófsstaðarprestakalli, í námsleyfi frá 10. janúar til 10. apríl. Séra Þorgeir Arason, fræðslufulltrúi prófastsdæmisins, þjónar prestakallinu á meðan.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.