Séra Gunnlaugur og Katrín Ásgrímsdóttir kjörin á Kirkjuþing

Séra Gunnlaugur Stefánsson, prestur í Heydölum í Breiðdal, verður fulltrúi vígðra á Kirkjuþingi 2010-2014. Katrín Ásgrímsdóttir af Fljótsdalshéraði verður fulltrúi leikmanna.

 

ImageKjörið var staðfest í dag. Á kirkjuþingi sitja 27 fulltrúar og jafnmargir til vara. Í hópi vígðra eru 9 karlar (75%) og 3 konur (25%). Í hópi leikmanna eru 9 karlar (53%) og 8 konur (47%). Kjörsókn var 46% meðal leikmanna og 83% meðal vígðra.

Eftirtaldir voru kjörnir á Austurlandi sem nefnist á fagmáli 8. kjördæmi, til setu á kirkjuþingi næsta kjörtímabil

Vígðir:

Gunnlaugur S Stefánsson.

Til vara:

Sjöfn Jóhannesdóttir.
Jóna Kristín Þorvaldsdóttir.

Leikmenn:

Katrín Ásgrímsdóttir

Til vara:
Georg Friðrik Kemp Halldórsson.
Ólafur Björgvin Valgeirsson.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.