Sprengjuhótun hjá Alcoa

alcoa_eldur3_web.jpg
Lögreglunni á Eskifirði barst um miðjan janúar hótun um sprengju hjá Alcoa Fjarðaáli. Fljótlega kom í ljós að um gabb var að ræða. Málið er samt litið alvarlegum augum.

Frá þessu er greint í DV í dag. Hótunin var send í tölvupósti úr tölvu sem staðsett er í álverinu. Margir hafa aðgang að henni en ekki hefur verið hægt að rekja sendinguna til ákveðins aðila. Tölvan hefur verið í notkun allan tíman.

Lögreglan brást snöggt við hótuninni en fljótlega kom í ljós að um gabb var að ræða. Haft er eftir Elvari Óskarssyni, hjá lögreglunni á Eskifirði, að málið hafi verið litið alvarlegum augum. Þótt rannsóknin hafi ekkert leitt í ljós á sínum tíma sé því ekki lokið. 

„Það er á þeim punkti að það er ekkert endilega unnið frekar í því í bili. En öll mál í landinu eru þannig að þau eru tekin upp aftur komi eitthvað nýtt fram sem breytir þeim.“

Í október árið 2006 voru skrifstofur Alcoa á Reyðarfirði rýmdar eftir að sprengjuhótun barst í gegnum síma. Símtalið var rekið til auðs skrifstofuhúsnæðis erlendis. Engin sprengja fannst við leit.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.