Byrjað að sprengja í Neskaupstað

Framkvæmdir eru hafnar að nýju við ofanflóðavarnir neðan Urðarbotna og Sniðgils í Norðfirði. Fyrsta sprenging af tuttugu var klukkan 11 í morgun. Áætlað er að losa þurfi um 65.000 rúmmetra í tveimur lotum.


Sprengt verður á fastsettum tímabilum. Annars vegar milli 11:00 - 12:00 og svo hinsvegar 16:00 - 17:00.

Héraðsverk ehf. sér um framkvæmdina, og mun fyritækið rýma skilgreint öryggissvæði fyrir hverja sprengingu. Gefin verða þrjú löng hljóðmerki fyrir hverja sprengingu og eitt langt á eftir.

Sprengingin í morgun er sú fyrsta í fyrri lotu og sprengt verður fram að áramótum en veðrið skiptir miklu máli um framgang verksins. „Það verður að vera þurrt annars fyllast sprengjuholurnar bara af vatni og ekkert hægt að gera. Skilyrði eru góð í dag og því var ákveðið að byrja. Við munum síðan sprengja aftur á morgun,“ segir Gunnar Larsson, tæknifræðingur hjá Mannviti.

Hann bætir við að ef veður leyfir verða þeir mögulega búnir að sprengja fyrr. Einnig kemur fram í fréttabréfi sem dreift var til íbúa í Neskaupstað að verði tíðarfar gott sé stefnt að því að setja upp vinnubúðir fyrir ofan tjaldsvæðið. Einnig kemur þar fram að hluti af verkefninu felst í að færa stofnvatnslagnir að og frá miðlunargeymi.

Verktaki framkvæmdarinnar er sem fyrr segir  Héraðsverk ehf. en fyrirtækið sá einnig um framkvæmdir við Tröllagilsgarðana.

 

Mynd: Neskaupstaður. Mynd úr safni.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.