Orkumálinn 2024

Sporin hræða við sameiningu ríkisstofnana

Afleiðingar fyrir starfsstöðva ríkisstofnana á landsbyggðinni gerir frambjóðendur til sveitarstjórnar Múlaþings vara um sig gagnvart mögulegi sameiningu Skógræktarinnar og Landgræðslunnar annars vegar og samruma sýslumanns embættanna í eitt hins vegar.

Þetta kom fram á framboðsfundi sem Austurfrétt og Múlaþings stóðu á laugardagskvöld.

Þar var spurt út í afstöðu frambjóðenda til annars vegar forathugunar Svandísar Svavarsdóttur, matvælaráðherra, á sameiningu Skógræktarinnar við Landgræðsluna, hins vegar tillögum Jóns Gunnarssonar, dómsmálaráðherra, á að sýslumannsembætti landsins renni saman í eitt.

Sýslumaðurinn á Austurlandi hefur aðsetur á Seyðisfirði í dag og er eitt níu embætta landsins. Síðan fundurinn var haldinn hefur Jón kynnt tillögu um að höfuðstöðvar sýslumannsins á landsvísu verði utan höfuðborgarsvæðisins. Aðalskrifstofa Skógræktar ríkisins hefur verið á Egilsstöðum síðan 1990 og var hún fyrsta ríkisstofnunin sem flutt var út á land.

Helgi Hlynur Ásgrímsson, oddviti Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs, kvaðst á fundinum ekki þekkja til tillagna ráðherra flokksins um sameiningu Skógræktarinnar og Landgræðslunnar. Hann sagði að honum litist ekki á fækkun sýslumannsembættanna þar sem Austfirðingar hefðu í áratugi barist fyrir tilverurétti skrifstofunnar á Seyðisfirði.

Ívar Karl Hafliðason, frá Sjálfstæðisflokki, sagði fulltrúa framboðsins hafa rætt við flokksbróður sinn í dómsmálaráðuneytinu. Í þeim samtölum hefði sýn ráðherrans á ábata sameiningarinnar komið skýrt fram og tryggja þyrfti að hún kæmist alla leið, meðal annars með að festa ákveðin verkefni við vissar starfsstöðvar.

Í samtölum við starfsmenn Skógræktarinnar á Egilsstöðum hefði komið í ljós að samlegðaráhrif gætu falist í sameiningunni við Landgræðsluna en líka árekstrar. Ef breytingarnar yrðu að veruleika þyrfti að gæta að því að þær byggju til fleiri störf á Austurland.

Krafa að höfuðstöðvarnar verði eystra

„Sporin hræða í þessum efnum,“ sagði Hildur Þórisdóttir, oddviti Austurlistans. Hún rifjaði upp að síðustu breytingar á sýslumannsembættunum, þegar þeim var fækkað úr 24 í 9 og aðskilin lögreglunni, hefðu mislukkast því þær hefðu verið vanfjármagnaðar. Þess vegna væri hún ekki hrifinn af hugmyndinni nú.

Hildur, líkt og fleiri krafðist þess að höfuðstöðvar næstu útgáfu Skógræktarinnar yrðu áfram eystra. „Þróunin hefur verði sú að taka opinber störf af okkur og hlaða þeim niður á höfuðborgarsvæðið, frekar en fjölga þeim, sem er miður. Ég felli mig ekki við að missa fleiri opinber störf af Austurlandi og úr Múlaþingi. Þess vegna sætti ég mig aðeins við þessa hugmynd svo lengi sem Skógræktin verður áfram hér.“

Þröstur Jónsson, oddviti Miðflokks, kvaðst skila að þjónusta sýslumannsembættanna þyrfti að þróast en ekki mætti flytja störf vísvitandi af landsbyggðinni. Að því gefnu að það yrði ekki gert hefði hann ekkert við sameininguna að athuga.

„Við ráðum ekki hvort þessar tvær stofnanir verði sameinaðar en ef svo fer skal það verða þannig að Landgræðslan rennur inn í Skógræktina og flytur austur. Annað er ekki í boði. Störf Skógræktarinnar fara ekki úr Múlaþingi.“

Vilhjálmur Jónsson, frá Framsóknarflokki, sagði lykilatriði að „lögheimili og aðalstöðvar“ nýrrar skógræktarstofnunar yrðu á Austurlandi áður en hann bætti við að sveitarstjórn þyrfti að sýna þann metnað að kalla eftir að aðalskrifstofa sýslumannsins á Íslandi verði á Austurlandi. Að baki því séu ýmis rök. Vissulega hræði reynslan frá 2015 en nú sé tækifæri til að gera breytingar rétt.

Heyra má nákvæmari svör framboðanna, sem og svör þeirra við öðrum spurningum, í spilaranum hér að neðan.


Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.