Spá allt að 27 stiga hita á Egilsstöðum í dag

Reikna má með að hitinn á Egilsstöðum og nágrenni fari í allt að 27 stig í dag gangi veðurspár eftir. Á hitakorti Veðurstofunnar segir að hitinn á hádegi verði 24 stig, Evrópska veðurstofan reiknar með allt að 27 stiga hita og Trausti Jónsson veðurfræðingur segir á bloggsíðu sinni á mbl.is að allt að 30 stiga hiti sé í kortunum.

„Á fimmtudaginn fer kröftug lægð til austurs nokkuð fyrir norðan land. Henni fylgir bæði vindur og úrkoma - og e.t.v. verður mjög hlýtt um stund um landið austanvert. Þetta gengur hratt hjá, en kerfið er nægilega öflugt til þess að nokkuð spennandi verður að fylgjast með atburðum í kjölfarið,“ segir Trausti á blogginu.

Sem fyrr segir eru hitatölurnar nokkuð misjafnar eftir spám en allar reikna þær með að hitinn verði mikill, a.m.k. um og uppúr hádeginu. Á veðursíðunni blika.is sem Einar Sveinbjörnsson heldur út er fjallað um spá evrópsku veðurstofunnar undir fyrirsögninni „Of gott til að vera satt“. Þar segir m.a. að hæsti hitinn í sumar, mældist 25 stig á Egilsstöðum í fyrradag. Spurning sé hvort hann slá e.t.v. í 27 stig á Austfjörðum í dag.

Trausti segir að hitaspáin byggi á því sem er að gerast í háloftum.og spár um hámarkshita í mannheimum séu lægri og trúlega raunsærri. „En miði er möguleiki - eins og sagt er,“ segir Trausti.


Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.