Sólin áfram á Austurlandi

Sól og blíða hefur einkennt sumarið á Austurlandi það sem af er, og Austurfrétt sagði frá því í síðustu viku að júlímánuður í ár hafi verið sá hlýjasti á öldinni.


Sólin virðist ekki ætla að yfirgefa Austurland strax og ekki er annað að sjá á veðurkortum næstu daga en að hitinn verði um 20 gráður víðast hvar á Austfjörðum út vikuna.


Á þriðjudag og miðvikudag er spáð mesta hitanum á Austurlandi og þá á að einnig að vera léttskýjað. Á fimmtudag verður áfram þurrt á Austurlandi, bjart og áframhaldandi hlýindi. Á föstudag má búast við súld en áfram hlýtt í veðri.

Myndin er hitaspá næstkomandi miðvikudag

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.