Sól í dag – stormur á morgun

Sólin leikur við Austfirðinga og spáð er allt að 20 stiga hita í dag. Fyrir morgundaginn hefur hins vegar verið gefin út stormviðvörun.

Hæsti hiti sem mælst hefur á landinu í dag var 19,2 gráður á Seyðisfirði um klukkan átta í morgun. Hann lækkaði skarpt aftur. Klukkan ellefu var hins vegar kominn rúmlega 19 stiga hiti á Egilsstöðum.

Austfirðingar eiga von á góðu veðri fram yfir hádegi en um klukkan þrjú tekur að kólna og þegar nálgast kvöldmat má búast við umtalsverðri rigningu. Í verstu tilfellunum má búast við snjókomu til fjalla í nótt.

Undir hádegi á morgun léttir þegar vindur snýst til norðvesturs. Allhvasst gæti orðið, Veðurstofan hefur gefið út gula viðvörun fyrir Austfirði frá klukkan þrjú á morgun síðdegis til klukkan þrjú aðfaranætur miðvikudags.

Á þessum tíma er spáð 13-15 m/s meðalvindhraða og hviðum við fjöll upp á 15-25 m/s. Þær geta verið varhugaverðar fyrir vegfarendur með aftanívagna eða á ökutækjum sem taka á sig mikinn vind. Á Austurlandi er reiknað með töluvert minni vindi.

Á miðvikudag og fimmtudag er síðan útlit fyrir ágætis veður. 

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.