Söknuðu unga fólksins

„Mætingin var mjög góð þó svo við hefðum viljað sjá fleiri af markhópnum okkar, sem var ungt fólk í efri bekkjum grunnskóla og framhaldsskólanemar,“ segir Bára Dögg Þórhallsdóttir, verkefnastjóri náms- og atvinnulífssýningarinnar Að heiman og heim, sem haldin var á Egilsstöðum síðastliðin laugardag.


Um þúsund gestir mættu á sýninguna þar sem 50 fyrirtæki, stofnanir og félagasamtök kynntu starfsemi sína.

„Þetta gekk bara rosalega vel allt saman og fór fram úr okkar björtustu vonum. Við lögðum upp með að vera með 50 bása og það tókst. Markmiðið okkar, að sýna þann mikla fjölbreytileika sem er í austfirsku samfélagi, náðist því svo sannarlega.“

Sýningin hlaut styrk úr Uppbyggingarsjóði Austurlands. „Verkefni septembermánaðar hjá okkur verður að skrifa skýrslu um sýninguna og pæla í framhaldinu. Við sjáum fyrir okkur að halda sambærilega sýningu annað hvert ár en þá líklega á öðrum tíma til þess að ná frekar til unga fólksins.“

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.