Orkumálinn 2024

Snjóflóð féll á Fagradal

Tíma tók að opna veginn yfir Fagradal í morgun eftir að snjóflóð féll úr Grænafelli. Búið er að opna hann að fullu.

Samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni er snjóflóðið álíka stórt og flóð sem féll þar skömmu fyrir áramóti, það var rúmur metri á þykkt og um 4-5 metrar á breidd.

Undir Grænafelli er þekkt snjóflóðasvæði. Í gildandi samgönguáætlun er gert ráð fyrir 200 milljóna króna fjárveitingu til uppsetningu snjóflóðavarna á svæðinu á öðru tímabili, 2025-29.

Nýbúið er að opna veginn yfir Fjarðarheiði. Bæði þar og á Vatnsskarði var það mikill snjór að nota þurfti snjóblásara. Miðað við aðstæður og veðurspá gæti reynst barningur að tryggja gott færi yfir Vatnsskarð í vikunni.

Þegar þessum verkum er lokið verður farið að ryðja um Jökulsárhlíð og Hróarstungu, en þær leiðir eru merktar þungfærar.

Mynd: Unnar Erlingsson

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.