Smyril Line segir áhrifin óveruleg á Seyðisfjörð

Björg Eyþórsdóttir formaður heimastjórnar Seyðisfjarðar segir að þau hafi fengið þær upplýsingar frá Smyril Line að breytingin sem verið er að gera á ferðum Norrænu á ekki að hafa nema mjög óveruleg áhrif á samfélagið á Seyðisfirði.

„Komur farþega falla vissulega niður á þessu tímabili, frá seinni hluta nóvember til 22. mars, en á því tímabili er til að mynda enginn Íslendingur bókaður í skipið og heildarfarþegatala hleypur kannski á nokkrum tugum,“ segir Björg.

Eins og fram hefur komið í fréttum munu ferðir Norrænu til Seyðisfjarðar falla niður um hávetur frá og með næsta ári. Segir félagið að þetta sé einkum gert til að spara eldsneyti.

„Það verða tvö minni fraktskip sem sinna öllum vöruflutningum sem munu hafa fasta viðkomu í Seyðisfirði á miðvikudögum eftir breytinguna,“ segir Björg.

„Skipin munu tengja við siglingakerfi félagsins  í Þórshöfn í  Færeyjum á fimmtudögum og sigla þaðan inn í Eystrasaltið. Eftir því sem við komumst næst eiga þessar breytingar því ekki að hafa áhrif á þjónustuhraða eða annað sem skiptir máli í þessu samhengi og við getum ekki annað en treyst því að rétt sé með farið þar.“

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.