Smitrakningu að ljúka eftir smit

Smitrakningu er að ljúka vegna Covid-19 smits sem greindist á Austurlandi í gær. Níu eru í sóttkví sem stendur.

Þetta kemur fram í tilkynningu sem aðgerðastjórn almannavarna á Austurlandi sendi frá sér seinni partinn í dag.

Ekki er gefið upp að svo stöddu hvar í fjórðungnum smitið er staðsett. Viðkomandi var í sóttkví þegar smitið greindist.

Níu einstaklingar eru í sóttkví en í tilkynningu er tekið fram að mögulega fjölgi þeim þegar smitrakningunni verði lokið, en hún er samkvæmt upplýsingum frá Heilbrigðisstofnun Austurlands að mestu lokið.

Covid-19 smit greindist síðast á Austurlandi 9. apríl og frá 27. apríl hefur enginn verið í einangrun vegna smits.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.