Smitið í Norrænu gamalt

Jákvætt sýni sem greindist úr farþega Norrænu síðasta fimmtudag reyndist gamalt og viðkomandi því ekki smitandi. Aðgerðastjórn almannavarnanefndar Austurlands hrósar Austfirðingum fyrir ábyrga afstöðu að undanförnu.

Þetta kemur fram í tilkynningu sem aðgerðastjórnin sendi frá sér í gær.

Úr þeim ríflega 400 sýnum sem tekin voru við komu Norrænu til Seyðisfjarðar á fimmtudag reyndist eitt jákvætt. Strax í upphafi var talið að um gamalt smit væri að ræða og viðkomandi því ekki smitandi, en engu að síður settur í einangrun.

Það hefur nú verið staðfest að smitið var ekki virkt og einstaklingurinn því ekki smitandi um borð. Ekkert virkt smit er nú í fjórðungnum.

Í tilkynningu er íbúum og ekki síður fyrirtækjum, stofnunum og félagasamtökum hrósað fyrir ábyrga afstöðu í hvívetna til þeirra reglna og leiðbeininga sem gefnar hafa verið. Hrósið byggir meðal annars á viðbrögðum þeirra fjölmörgu sem skipulagt höfðu stærri viðburði hverskonar, tónleika, bæjarhátíðir, íþróttakeppnir og svo framvegis. Aðgerðastjórnin telur viðbrögðin í öllum tilvikum hafa verið til fyrirmyndar og borið þess merki að allir vilji gera hlutina vel og rétt.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.