Smiðshögg rekið á ofanflóðavarnir í Norðfirði

Stór stund rann upp í Norðfirði fyrir skömmu þegar vinnu við þriðja áfanga fyrir ofan Neskaupstað.

Í þessum síðasta hluta verksins voru gerðir djúpir þvergarðar og settar upp fjöldi hárra keila undir Urðargili en eins og sést á myndinni er bærinn nú nánast allur meira og minna í vari fyrir flóðum ofan að.

Ráðgert var að ljúka verkinu fyrir áramótin en Benedikt Ólason og hans fólk hjá Héraðsverki kláruðu það nokkuð á undan áætlun.

* Loftmynd sem sýnir vel mikla varnargarðana fyrir ofan bæinn. Mynd: Hlynur Sveinsson


Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.