Smáframleiðendur matvæla stofna með sér samtök

Stofnfundur félags smáframleiðenda matvæla verður haldinn í næstu viku. Félagsskapurinn er opinn framleiðendum af öllu landinu. Ráðgjafi segir eftirspurn eftir vöru framleiðendanna hafa stóraukist á stuttum tíma.

Starfsemi smáframleiðenda hefur eflst að undanförnu, meðal annars með verkefni á vegum Matarauðs Íslands síðustu tvö ár.

Oddný Anna Björnsdóttir, ráðgjafi og bóndi í Gautavík í Berufirði, hefur unnið að ýmsum verkefnum fyrir Matarauðinn. Hún segir smáframleiðendum matvæla fjölga stöðugt í landinu.

„Þeir eru að verða sífellt sýnilegri og fyrirferðameiri á markaði og um leið hafi eftirspurn eftir slíkum matvælum stóraukist.

Því er kominn tími til að þeir sameinist í einu félagi sem vinni að hagsmunamálum þeirra á ólíkum sviðum, sé opinber málsvari þeirra og stuðli að framförum í málefnum sem þá varðar.“

Stofnfundurinn verður haldinn í húsakynnum Samtaka iðnaðarins að Borgartúni 35 í Reykjavík frá klukkan 13-15 þriðjudaginn 3. september. Þótt fundurinn sé haldinn í Reykjavík er félagsskapurinn opinn framleiðendum af öllu landinu og boðið verður upp á að taka þátt í fundinum í gegnum fjarfundabúnað.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.