Sláttur byrjaður í Fljótsdal

Bændurnir á Brekku í Fljótsdal, Hallgrímur Þórhallsson og Anna Bryndís Tryggvadóttir  hafa hafið slátt, bæði heima á Brekku og á Skriðuklaustri. brekka_slattur.jpgAð sögn Hallgríms er ágæt spretta og þetta er óvenju snemmt sem sláttur hefst í Fljótsdal nú, tíðin hefur verið góð en þau tún sem búið er að slá voru alfriðuð. ,,Það er allt svona hálfum mánuði á undan því sem verið hefur miðað við undanfarin ár", segir Hallgrímur.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.