Slasaðist alvarlega á vélsleða

Karlmaður á fimmtugsaldri liggur á gjörgæsludeild Landspítalans í Reykjavík eftir að hafa slasast alvarlega á vélsleða á Tröllafjalli í Áreyjardal inn af Reyðarfirði um hádegisbilið í gær. Hann er ekki talinn í lífshættu.

 

Maðurinn ók sleðanum yfir grjóturð með þeim afleiðingum að hann féll af sleðanum. Björgunarsveitir frá Reyðarfirði, Fáskrúðsfirði, Eskifirði, Héraði og Breiðdalsvík voru kallaðar út. Á þriðja tug björgunarsveitarmanna tóku þátt í að ná í manninn en félagar hans hlúðu að honum á meðan.

Fyrst var farið með manninn á Heilsugæsluna á Egilsstöðum en honum var síðar flogið til Reykjavíkur.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.