Skynsamlegast að byggja sem styst göng

Prófessor í eldfjallafræði við Háskóla Íslands varar við því að framkvæmdir við Fjarðarheiðargöng geti reynst flókið spil. Einfaldara væri að borga styttri göng til að hringtengja Austurland.

„Áhættan er mest á jarðlagamótunum, sem liggja frá norðri til suðurs. Áhættan eykst við hver mót og þar með eftir því sem göngin eru lengri,“ segir Þorvaldur Þórðarson, prófessor í eldfjallafræði við Háskóla Íslands.

Út frá þessu telur hann óskynsamlegt að bora göng undir Fjarðarheiði. Skynsamlegra væri að bora þrenn göng með Mjóafjörð sem miðpunktinn, til Seyðisfjarðar, Norðfjarðar og Héraðs.

„Það er sama áhætta fólgin í að bora frá Mjóafirði upp á Hérað og undir Fjarðarheiði, því þar er borað þvert á jarðlagamótin en leiðin er styttri og áhættan því minni,“ segir Þorvaldur.

Hann er vel kunnugur Austurlandi enda formaður stjórnar Breiðdalsseturs og hefur starfað töluvert á svæðinu. „Ef hægt er að tengja Austurland saman og tryggja umferð um það allan ársins hring er að mínu viti lítið sem hindrað getur framþróun þessa svæðis.“

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.