Skúta brann á Seyðisfirði

Slökkvilið Múlaþings var kallað út á Seyðisfirði upp úr klukkan tíu í kvöld þar sem skútan Stephima var alelda við Bæjarbryggjuna.

Haraldur Geir Eðvaldsson, slökkvistjóri, segir slökkviliðið hafa verið komið á vettvang örfáum mínútum síðar. Skútan var þá alelda við Bæjarbryggjuna, neðan við gömlu bæjarskrifstofurnar. Skútan var mannlaus þegar eldurinn kom upp.

Stuttan tíma tók að slökkva mesta eldinn. Slökkvilið var þó enn á svæðinu um klukkutíma síðar að slökkva í glæðum.

„Það er erfitt að eiga við eld í svona trefjabátum. Við slökktum í með froðu. Það er ekki mikill eldur en þetta varasamt og erfitt, þetta er skemmtibátur með miklu dóti í og mörgum litlum rýmum,“ segir Haraldur Geir.

Til stendur að hífa skútuna upp á bryggju í kvöld til að koma í veg fyrir mengun. Skútan er erlend en kom til Seyðisfjarðar frá Færeyjum um miðjan maí. Ljóst er að hún er mjög illa farinn. Eldsupptök eru óljós.

Myndir: Daníel Örn Gíslason og Zuhaitz Akizu

V61A9917 Web
V61A9919 Web
V61A9926 Web
 MG 9543 Web
 MG 9547 Web
 MG 9550 Web
 MG 9554 Web

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.