Skrifstofa Stapa lokuð vegna flutninga

Skrifstofa lífeyrissjóðsins Stapa í Neskaupstað verður lokuð fimmtudag og föstudag vegna flutninga. Opnað verður á nýjum stað eftir helgi.

Stapi varð til með sameiningu Lífeyrissjóðs Austurlands og Lífeyrissjóðs Norðurlands. Árum saman hafa því skrifstofur lífeyrissjóðs verið á annarri hæð Egilsbrautar 25, þar sem Sparisjóður Austurlands er einnig til húsa.

Það breytist eftir helgina því skrifstofa Stapa opnar á nýjum stað á mánudag. Staðsetningin og fyrirkomulag skrifstofunnar verður nánar kynnt á næstu dögum, samkvæmt upplýsingum frá Stapa.

Á meðan flutningunum stendur sinnir aðalskrifstofan á Akureyri öllum erindum í síma 460-4500 eða This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.. Í tilkynningu frá sjóðnum er beðist velvirðingar á þeim óþægindum sem lokunin kann að valda.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.