Orkumálinn 2024

Skriðurnar grænka – myndir

Mikil umskipti hafa orðið á svæðunum sem aurskriður flæddu yfir á Seyðisfirði um miðjan desember. Árangur uppgræðslu í skriðuförunum er vel sýnilegur.

Ýmis var tyrft yfir eða grasfræi sáð á svæðin í byrjun júní. Þótt vissulega sjáist enn i brúna moldina eru grösin komin vel á veg og græni liturinn vel sjáanlegur. Viðbrigðin eru því mikil frá í vetur.

Varnargarðarnir sem hlaðnir voru upp minna á hóla sem fyrir ókunnuga falla nokkuð vel inn í náttúruna.

Í síðustu viku kom gestur í bæinn, Svavar Garðarsson vestan úr Dölum. Var þar sjálfboðaliði sem ræktar sumarblóm og vildi færa Seyðfirðingum nokkur til að lengja sumarið. Hann hóf strax eftir skriðurnar að hugsa hvernig hann gæti lagt sitt af mörkum til bæjarins, þrátt fyrir að hafa ekki nokkra tengingu við hann.

Ofan við fossinn í Búðaránni og í klettunum þar í kring sést skriðusárið enn afar vel. Í því má þó greina grænar þúfur.

Í síðustu viku var Hafnargatan og Austurvegurinn, sem fóru verst í hamförunum, malbikaðar á ný. Á fótboltavellinum, þar sem byggt verður íbúðahúsnæði, eru hafnar gatnaframkvæmdir.

DJI 0066 Web
DJI 0068 Web
DJI 0070 Web
DJI 0072 Web
DJI 0073 Web
DJI 0074 Web
DJI 0076 Web
Sfk Skrida 20210827 0001 Web
Sfk Skrida 20210827 0002 Web
Sfk Skrida 20210827 0016 Web
Sfk Skrida 20210827 0017 Web
Sfk Skrida 20210827 0018 Web
Sfk Skrida 20210827 0019 Web
Sfk Skrida 20210827 0020 Web
Sfk Skrida 20210827 0021 Web
Sfk Skrida 20210827 0024 Web
Sfk Skrida 20210827 0025 Web
Sfk Skrida 20210827 0027 Web
Sfk Skrida 20210827 0028 Web
Sfk Skrida 20210827 0030 Web
Sfk Skrida 20210827 0032 Web
Sfk Skrida 20210827 0035 Web


Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.