Skriða við Stöðvarfjörð

Lítil aurskriða féll rétt utan við þéttbýlið á Stöðvarfirði á mánudag, ofan við skógrækt sem þar er.

Sjónarvottar áætla að skriðan sé rúmir tuttugu metrar þar sem hún er breiðust neðst. Hún fellur rétt fyrir utan þéttbýlið, beint fyrir ofan knattspyrnuvöllinn.

Skriðan fellur niður einn hjalla og stoppar ofan í gömlu skógræktinni. Á leiðinni hefur hún hrifið með sér tré. Efst í henni er farið eftir hana um metri að dýpt.

Skriðan féll á mánudag eftir miklar rigningar á Austfjörðum um síðustu helgi. Hjá ofanflóðadeild Veðurstofunnar fengust í dag að engar tilkynningar hefðu borist þangað um skriðuföll á svæðinu en óskað væri eftir að fólk léti vita ef það vissi um einhver.

Annars er áfram fylgst með stöðunni á Seyðisfirði. Hraði framskriðs jarðvegsfleka við Búðará jókst eftir rigningarnar en í morgun hægði heldur á honum. Vatnshæð er farin að lækka í borholum.

Mynd: Aðsend


Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.