Skora á þingmenn að hysja upp um sig buxurnar

Stjórn AFLs skorar á þingmenn og stjórnvöld og hysja upp um sig buxurnar og grípa strax til úrræða í efnahagsmálum til að kreppan verði ekki enn dýpri. Annars sé tilvera þeirra á þingi „tilgangslaus og nauðsyn að skipta þeim út fyrir aðra sem ekki eru eins verkfælnir.“

 

ImageÞetta kemur fram í ályktun sem stjórnin samþykkti á fundi sínum í gær. Þar er þess krafist að stjórnvöld hefjist þegar handa við undirbúning og útboð þeirra framkvæmda sem boðaðar hafa verið.

Minnt er á að launafólk hafi lagt umsamdar launahækkanir undir á meðan efnahagurinn væri réttur við. Sú eftirgjöf hafi verið ekki verið sársaukalaus.

„Efndir stjórnvalda á samningnum geta ekki dregist endalaust án þess að launafólki finnist það hlunnfarið og þolinmæði þess brestur.

AFL Starfsgreinafélag áskilur sér rétt til að grípa til aðgerða til að hvetja alþingismenn og stjórnvöld til að hysja upp um sig buxurnar. Að öðrum kosti er tilvera þeirra á alþingi tilgangslaus og nauðsyn að skipta þeim út fyrir aðra sem ekki eru eins verkfælnir.“

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.