Skólastjóri Fellaskóla sé einnig skólastjóri á Borgarfirði

Borgfirðingar vilja til að skólastjóri Fellaskóla verði einnig skólastjóri Grunnskóla Borgarfjarðar. Töluverð samvinna hefur verið milli skólana á síðustu árum. Skólinn á Borgarfirði er mjög fámennur en í honum eru fjórir nemendur í vetur.


Fjallað var um málið á síðasta fundi heimastjórnar Borgarfjarðar eystri. Þar var lagt fram erindi frá starfsfólki Grunnskólans á Borgarfirði um starfsemi og rekstrarform hans fyrir skólaárið 2021 - 2022.

“Tillaga þeirra er að ráðinn verði deildarstjóri við skólann og skólastjórn verði í höndum skólastjórans í Fellaskóla. Helga Guðmundsdóttir, fræðslustjóri Múlaþings, mætti á fundinn og fræddi heimastjórn um samstarf Fellaskóla og Grunnskóla Borgarfjarðar,” segir í bókun frá fundinum.

“Síðastliðin þrjú ár hafa nemendur á Borgarfirði sótt nám í Fellaskóla einu sinni í viku og hefur að mati fræðslustjóra og starfsfólks gefist vel. Frá áramótum hefur fyrirkomulagið verið þannig að skólastjóri Fellaskóla hefur sinnt skólastjórn Grunnskóla Borgarfjarðar.”

Síðan segirt að heimastjórnin tekur undir sjónarmið starfsfólks Grunnskólans á Borgarfirði og fagnar þeim góða árangri sem hlotist hefur af samstarfi við Fellaskóla. Mikilvægt sé að ráða deildarstjóra við skólann á Borgarfirði svo festa sé tryggð í skólahaldinu á staðnum. Heimastjórn tekur fram að ef aðstæður breytast má ráða skólastjóra við skólann á ný.

Málinu var síðan vísað til Fjölskylduráðs Múlaþings.

Mynd: gbf.is

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.