Skólar í Fjarðabyggð með aðventustundir

Leik- og grunnskólar í Fjarðabyggð munu halda notalegar aðventustundir á skólatíma í desember þar sem boðið verður upp á ávexti og piparkökur.  

Þetta kemur fram á vefsíðu Fjarðabyggðar. Þar segir að vegna þeirra takmarkanna á samkomuhaldi sem í gildi eru um þessar mundir, vegna COVID, er ljóst að erfitt verður um vik að halda skemmtilega hefð sem skapast hefur á undanförnum árum. Hér er átt við þá hefð að tendra ljósin á jólatrjám Fjarðabyggðar við hátíðlega athöfn í hverjum byggðakjarna.

Bæjarráð Fjarðabyggðar samþykkti því á fundi sínum á dögunum þá tillögu upplýsinga- og kynningarfulltrúa að skólarnir héldu aðventustundir hver um sig. Skólarnir tóku vel í þessa tillögu og því mun hver skóli halda smá viðburð vegna þessa núna í desember. Fjarðabyggð mun eins og undanfarinn ár útvega ávexti og piparkökur og dreifa í allar skólastofnanir.

Einnig kemur fram að starfsmenn Fjarðabyggðar hafi unnið að því hörðum höndum að skreyta bæjarkjarnana að undanförnu. Settar hafa verið upp skreytingar á ljósastaura víða, og unnið var að því að setja upp ljósaskreytt jólatré.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.