Sköpunarmiðstöðin og Fjarðabyggð í samstarf

Sköpunarmiðstöðin á Stöðvafirði og sveitafélagið Fjarðabyggð skrifuðu undir samstarfssamning síðastliðin sunnudag. Samningurinn felur í sér að sveitafélagið og ríkið styrki endurbætur á Sköpunarmiðstöðinni. 

 

 Við vorum að staðfesta samstarf okkar við sköpunarmiðstöðina sem endurspeglast í C1 verkefninu sem er í gangi. Þar sem við fáum 60 milljónir frá ríkinu og við komum eð 14 milljónir á móti. Sem dugar til að klára lið 1 og 2. En þá eru eftir liðir 3 og 4 sem kosta 30 milljónir sem við eigum eftir fjármagna og við erum fara í þá vinnu fljótlega,” segir Karl Óttar bæjarstjóri Fjarðabyggðar. 

Karl segir einnig að með samningnum er verið að staðfesta það að Sköpunarmiðstöðin mun leiða þessa vinnu og þau munu geta leitað í sérfræðiþekkingu innan sveitafélagsins og sveitafélagið sjálft verið til staðar fyrir þau. 

Verkþáttur eitt felur í endurnýjun á þaki, þakköntum, rennum og einangrun innanhúns og eru það 1250 m² og svo verður farið einangra og klæði veggi utanhúss sem og gluggar verða einnig endurnýjaðir þetta tilheyrir öðrum lið verkþáttanna. 

Við undirritun samstarfssamningsins í Stúdíó Síló.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.